Nýjast á Local Suðurnes

Almannavarnir vara við mikilli úrkomu – Allt að 75 mm á sólarhring á Suðurnesjum

Veðurstofa Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vara við gífurlegri rigningu á landinu næstu daga, meðal annars á Reykjanesi. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir tilkynningu Almannavarna má búast við allt að 75 mm úrkomu á sólarhring á Suðurnesjasvæðinu.

Í dag, morgun, miðvikudag og framan af fimmtudegi gera spár ráð fyrir nær sammfeldri rigningu um landið sunnan- og vestanvert og á köflum allhvössum eða hvössum vindi. Ágætt er að hafa í huga að á þessum árstíma er trjá- og runnagróður að fella lauf og geta niðurföll auðveldlega stíflast með tilheyrandi vatnsskaða. Einnig má búast við hárri vatnsstöðu á ám og lækjum, bæði eftir fremur blauta daga að undanförnu og auk þess úrkomu komandi daga – Segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.