Nýjast á Local Suðurnes

Loftrýmisgæslu ítalska hersins lokið – Myndband!

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins í mars og apríl 2017 lauk á dögunum. Það var ítalski flugherinn sem lagði til orrustuþotur og liðsafla til verkefnisins að þessu sinni.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við yfirmann ítalska flugflotans, Claudio Graziano, þar sem hann ræðir meðal annars um hlutverk Ítalíu hjá NATO.

Í vor mun kanadísk flugsveit koma hingað til lands og sjá um loftrýmisgæslu og með haustinu verður bandaríski flugherinn hér á landi í sama tilgangi.