Kínverjar prófa nýja farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli
Nýjasta farþegaþota kínverska flugvélaframleiðandans COMAC er komin til hliðarvindsprófana á Keflavíkurflugvelli. Þotan er af gerðinni ARJ21 og er sú fyrsta sem Kínverjar hanna og smíða sjálfir. Hún verður hér á landi í nokkrar vikur í flugprófunum.
Þotan kom til Keflavíkur sunnudaginn 5. mars. Þotunni var flogið hingað til lands í hliðarvindsprófanir til að tryggja alþjóðlega viðurkenningu. Áætlað er að prófunum á vélinni ljúki 24. mars næstkomandi. Undirbúningur vegna verkefnisins hefur staðið yfir í tvö ár.
Fram kemur í frétt á vefnum Allt um flug að það þurfi hliðarvind með mælist á bilinu 22 til 32 hnútar í prófunum til að uppfylla kröfur. Ekki verði svo hvasst í Kína og því sé komið með þotuna til Íslands.