Nýjast á Local Suðurnes

Tvær konur fluttar á Landspítala eftir fjórhjólaslys

Myndin tengist fréttinni ekki neitt nema að því leiti að á henni er fjórhjól

Tvær konur voru fluttar með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi í fyrradag eftir að fjórhjól sem þær voru á valt. Konurnar sem eru erlendir ferðamenn voru að aka niður brekku á gömlum vegi austan megin í Festarfjalli við Grindavík þegar slysið varð.

Sú sem ók missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það fór eina eða tvær veltur. Önnur kvennanna kvartaði undan eymslum og var með áverka í andliti. Hin slapp betur og taldi sig ekki þurfa læknisaðstoð.

Áður hafði orðið umferðaróhapp þegar kerra losnaði aftan úr bifreið á Grindavíkurvegi. Bifreið sem ekið var á eftir kerrunni hafnaði á henni og síðan á víravegriði. Ekki urðu slys á fólki.