Nýjast á Local Suðurnes

Þjálfarar Fjölnis saka Keflavík/Njarðvík um svindl í undanúrslitum Íslandsmótsins

Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki urðu Íslandsmeistarar árið 2015

Þjálf­ar­ar­ar B-liðs Fjöln­is í 2. flokki karla í knatt­spyrnu og fram­kvæmda­stjóri Fjöln­is hafa birt pist­il á heimasíðu fé­lags­ins vegna leiks gegn sam­eig­in­legu liði Kefla­vík­ur og Njarðvík­ur í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins sem fram fór síðasta miðviku­dag.

Hon­um lauk með 6:4 sigri Kefla­vík­ur/​Njarðvík­ur sem síðan vann KA, 2:1, í úr­slita­leik Íslands­móts B-liðanna í gær.

Pistill þjáfara Fjölnis í heild sinni:

Eins og ljóst er orðið þá þá lent­um við í öm­ur­legu at­viki í á miðviku­dag­inn gegn Kefla­vík í leik okk­ar í undanúr­slit­um í 2 flokki karla í B-liðum.  Upp­hafið er að við heyr­um óánægju radd­ir for­eldra leik­manna í Kefla­vík sem varð til þess að við skoðuðum málið frek­ar og varð maður í raun reiðari og reiðari.  Hversu ósann­gjarnt er þetta einnig gagn­vart okk­ar drengj­um sem lagt hafa mikið á sig við að kom­ast í þenn­an leik og falla síðan úr leik á þenn­an hátt. Okk­ur finnst að þeir hafi haft rangt fyr­ir sér með þessu leik­manna­vali og hagað sér mjög óíþrótta­manns­lega.

En um hvað snýst málið.  Kefla­vík not­ar tvo leik­menn í B-liðinu sem ein­göngu hafa spilað með Njarðvík í 2 deild­inni í sum­ar eða 29 leiki og 20 leiki með A liði Kefla­vík­ur í 2 flokki þar sem þeir byrjuðu ALLA LEIKI !

Þess­ir leik­menn eiga líka sam­tals 6 leiki í borg­un­ar­bik­ar og ann­ar þeirra með skráða 2.leiki í Pepsí­deild­inni árið 2014.

Ann­ar þess­ara leik­manna var spila sinn fyrsta leik í keppni B liða frá því hann varð gjald­geng­ur í 2.flokk en hann er að klára sitt annað ár í örðrum flokki. Hinn leikmaður­inn spilaði síðast B leik árið 2013.
Þjálf­ar­ar frá öðrum liðum höfðu sam­band við mig í gær af fyrra­bragði og hrein­lega áttu ekki til orð, ann­ar þeirra er þjálf­ari í 2.deild­inni og sagði þessa leik­menn hafa verið lyk­il leik­menn í liði Njarðvík­ur í sum­ar.
Hversu eðli­legt er þetta ?

Okk­ur lang­ar að koma þessu á fram­færi þar sem Fjöln­ir og okk­ar dreng­ir eru mjög óánægðir með  þessa fram­komu, B-liða keppni er fyr­ir leik­menn sem þar hafa spilað í sum­ar en ekki fyr­ir byrj­un­arliðsmenn í A-liðum eða leik­mönn­um sem spila með meist­ara­flokksvenslaliðum í 2 deild og eiga einnig marga leiki sem landsliðsmenn í yngri landsliðum.

Dæmi hver fyr­ir sig !

Virðing­ar­fyllst,

Kári Jónas­son, þjálf­ari 2 flokks karla

Björn Orri Her­manns­son, þjálf­ari 2 flokks karla 

Guðmund­ur L Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Fjöln­is

Ekki náðist í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Njarðvíkur né þjálfara liðsins við vinnslu fréttarinnar.