Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík hvetur iðkendur til að tilkynna um mögulega hagræðingu úrslita

Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum fyrirlestur fyrir iðkendur í 2. og 3. flokk karla og kvenna um veðmál og hagræðingu úrslita í knattspyrnuleikjum en það er orðið víðtækt vandamál út um allan heim.

Þorvaldur Ingimundarson heilindarfulltrúi hjá KSÍ fór vel yfir málaflokkinn og benti iðkendum á að þetta byrjaði oftast í mjög litlum skömmtum en færi svo stækkandi og með meiri freistandi tilboðum en viðurlögin við því að hagræða úrslitum væri lífstíðarbann frá íþróttinni.  Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að um virkilega áhugverðan fyrirlestur hafi verið að ræða og greinilegt að það séu margir sem vilja græða á vinsælustu íþróttgrein í heiminum.

Þá hvetur Knattspyrnudeilidn alla sína iðkendur að láta vita af því ef það er einhver sem reynir að hafa samband með það í huga að hafa áhrif á úrslit leikja.