Nýjast á Local Suðurnes

Atli Már: “Flugfélag fólksins og stoltur styrktaraðili landsliðsins sjá eitt stórt dollaramerki”

Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason vandar íslensku flugfélögunum WOW air og Icelandair ekki kveðjurnar í Facebookfærslu sem hann birti í morgun. Atli Már segir flugfélögin ætla að mokgræða á landanum í tengslum við landsleik Íslands og Frakklands, í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu, sem fram fer í París á sunnudag.

Atli Már gerir meðal annars lítið úr slagorðum flugfélagana, en WOW air auglýsir mikið undir slagorðinu “Flugfélag fólksins” og Icelandair telur sig “stoltan styrktaraðila landsliðsins.”

“Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus of yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal.” Segir Atli Már.

“Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur.” Segir Atli Már í Facebookfærslunni sem er að finna í heild sinni hér fyrir neðan, og hann bætir við “Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.”

Facebookfærsla blaðamannsins hefur vakið mikla athygli en auk þess að senda flugfélögunum tóninn, bendir Atli Már fólki á ýmsar leiðir til að komast til Parísar án þess að eiga viðskipti við íslensku flugfélögin.