Nýjast á Local Suðurnes

Nýjasta æðið mætt á Suðurnesin

Melt-æði hef­ur herjað á sam­fé­lags­miðla und­an­farin misseri, en um er að ræða nokk­urs­kon­ar samruna ham­borg­ara og sam­loku. Veitingastaðurinn Smass á Fitjum hefur tekið þetta æði í sínar hendur og skellt á matseðlinn.

Borgarinn, eða samlokan, er unninn þannig að brauðinu er snuið við, ristað extra lengi í smjörolíu og tvær ostsneiðar settar á milli.

Svo opnum við ,,ristuðu samlokuna” og setjum inn í 2 smössuð buff með osti, smá sósu og smjörsteiktan lauk. Þannig myndast áferð eins og á ristaðri samloku að utan til viðbótar við Smassbrúnunina á kjötinu. Saman myndar þetta all svakalega blöndu af Umami og ,,krösti”, segir í lýsingu á vef Smass.