Nýjast á Local Suðurnes

Rúnar til reynslu hjá Sirius

Rún­ar Þór Sig­ur­geirs­son, leikmaður Kefla­víkur í knattspyrnu er þessa dag­ana til reynslu hjá sænska úr­vals­deild­arliðinu Sirius.

Rún­ar, sem er 21 árs gam­all vinstri bakvörður eða kant­maður, var í stóru hlut­verki hjá Kefla­vík þegar liðið vann 1. deild­ina á síðasta tíma­bili og var í hópi 21-árs landsliðsins í haust.

Í tilkynningu frá Keflavík kemur fram að Rún­ar muni æfa með sænska liðinu í tíu daga og spila einn æf­inga­leik.