Nýjast á Local Suðurnes

Þróttarar hefja leik í úrslitakeppni 4. deildar á laugardag

Lið Þróttar úr Vogum hefur verið á miklu skriði í sumar og fóru í gegnum riðilinn með tíu sigra og tvö jafntefli á bakinu. Nú tekur við nýtt mót, úrslitakeppni 4. deildar og hefja strákarnir leik á laugardaginn þegar þeir heimsækja lið Hvíta Riddarans að Varmá í Mosfellsbænum. Hefst leikurinn kl. 14.

Seinni leikur liðanna fer fram þriðjudaginn 1. september á Vogabæjarvelli og hefst kl. 17:30. Sigurveigarinn úr þessum viðreignum mætir liði KH eða ÍH í undanúrslitum.