Nýjast á Local Suðurnes

Sameinað lið Keflavík/Njarðvík Íslandsmeistarar í 2. flokki

Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki urðu Íslandsmeistarar árið 2015

Sameiginlegt lið 2. flokks Keflavík/Njarðvík sigraði KA 2 – 1 í úrslitaleik Íslandsmóts B liða 2. flokks á Blönduósvelli í dag. Staðan var 0 – 0 í hálfleik en KA komst yfir 0 – 1 en Óðinn Jóhannsson jafnaði og Brynjar Bergmann Björnsson gerði sigurmarkið.

Liðið sigraði A riðill B liða með yfirburðum og sigraði Fjölni 6 – 4 í undanúrslitum á miðvikudaginn var. Frábær árangur hjá strákunum.