Nýjast á Local Suðurnes

Solla stirða heimsótti Grindavík

Solla stirða úr Latabæ kom sá og sigraði í Hreyfivikunni í Grindavík í gær. Hún heimsótti báða leikskólana, Laut og Krók, og lauk svo heimsókn sinni með því að heimsækja 1.-3. bekk í Hópskóla, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Solla stirða var ein af þeim sem nennti aldrei að hreyfa sig en íþróttaálfurinn hafði svo jákvæð áhrif á hana að hún hefur verið óstöðvandi að hreyfa sig í ýmsum íþróttum. Henni tókst heldur betur að fá krakkana á hreyfingu og hafði á orði hvað þau væru svakalega fjörug í Grindavík.

Á myndinni er Solla stirða að hnykkla vöðva með krökkunum.