Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar sóttu þrjú stig á Selfoss

Njarðvík gerði góða ferð á Sel­foss í dag og hafði þar bet­ur gegn heima­mönn­um, 2-1, í 2. deild karla í knattspyrnu. Báðum liðum er spáð mjög góðu gengi í deildinni í ár og er því um afar mikilvæg stig að ræða fyrir Njarðvíkinga.

Atli Freyr Ottesen Páls­son­ og Kenn­eth Hogg skoruðu mörk Njarðvíkinga sitt hvoru meg­in við hálfleik­inn.

Njarðvík er með sex stig eft­ir tvo leiki í deildinni.