Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi semur við Rapid Vín – Dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi

Norrköpping og Rapid Vín hafa komist að samkomulagi um félagsskipti leikmansins til síðarnefnda liðsins, kaupverðið er talið vera um tvær milljónir evra eða um 300 milljónir króna, sem gerir hinn 23 ára Arnór Ingva að dýrasta leikmanni í sögu sænska félagsins.

Samningur Arnórs við Vínarliðið er til fjögurra ára.

Þar sem gengið er frá kaupunum fyrir lok tímabilsins í Svíþjóð munu knattspyrnudeildir Njarðvíkur og Keflavíkur fá hluta kaupverðsins í sínar hendur, samkvæmt reglum FIFA, en þær kveða á um samstöðubætur til uppeldisfélaga, bæturnar geta numið allt að 5% af kaupverði. Njarðvík og Keflavík gætu því fengið í sinn hlut um 15 milljónir króna, sem skiptast þá á milli félagana samkvæmt reglum FIFA.

Arnór Ingvi kom upp í gegnum yngri flokka starfið í Njarðvík og var á mála hjá félaginu til ársins 2012 þegar hann gekk til liðs við Keflavík. Árið 2014 gekk Arnór Ingvi til liðs við Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann átti stóran þátt í því að liðið varð sænskur meistari.