Nýjast á Local Suðurnes

HM bikarinn óvænt á Íslandi aftur – Til sýnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í kvöld!

Sérstakt svæði hefur verið girt af í brottfararsal flugstöðvarinnar

Flugvél á vegum bandaríska gosframleiðandans Coca Cola lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag, en um borð er meðal annars hinn eini sanni HM bikar, sem hampað verður í Rússlandi í sumar. Bikarinn var til sýnis í Smáralind á dögunum en vegna slæmra veðurskilyrða í Bandaríkjunum, hvar bikarinn á að vera til sýnis á morgun, þurfti að millilenda á Keflavíkurflugvelli.

Skipuleggjendur ferðarinnar, í samstarfi við Coca Cola og FIFA hafa því ákveðið að gefa Íslendingum annað tækifæri á að skoða bikarinn og þótti henta best að innrétta hluta af brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar af því tilefni og sýna gripinn.
Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir Íslenska fótboltaaðdáendur til að sjá þennan táknræna grip á milli klukkan 19 og 21 í flugstöðinni.