Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurvegur lokaður vegna umferðarslyss

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Þriggja bíla árekstur varð á Grindavíkurvegi um klukkan 14 í dag, skammt sunnan Seltjarnar og hefur veginum verið lokað á meðan unnið er við björg­un­ar- og rann­sókn­ar­störf á vett­vangi.

Ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu. Nánari upplýsingar verða gefnar eftir því sem tilefni og tækifæri gefst.  Vegagerð hefur verið gert aðvart og munu þeir upplýsa um lokanir á heimasíðu vegagerðarinnar á vegagerdin.is