Nýjast á Local Suðurnes

Erlendir ferðamenn veltu bíl sínum á Suðurstrandarvegi

Bílvelta varð á Suðurstrandarvegi um 14 kílómetra austur af Grindavík um helgina. Tvennt var í bifreiðinni og voru þau flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Um var að ræða erlenda ferðamenn og munu meiðsl þeirra ekki hafa verið alvarlegs eðlis.

Fleiri umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina en þau voru öll minni háttar og ekki urðu slys á fólki.