Nýjast á Local Suðurnes

Páll Óskar heldur uppi stuðinu á 80 ára afmælishátíð Reynis

Það verður væntanlega mikið um dýrðir þegar Knattspyrnuféagið Reynir heldur upp á 80 ára afmæli félagsins þann 28. ágúst næstkomandi en á meðal þeirra sem munu stíga á svið verður stórsöngvarinn og diskó”drottningin” Páll Óskar Hjálmtýsson.

pall oskar reynir

Hljómsveitin Konukvöl mun einnig skemmta gestum og væntanlega munu fleiri skemmtiatriði bætast við þegar nær dregur.

Matseðillinn á afmælishátíðinni verður heldur ekki af verri endanum en boðið verður uppá forrétta- og steikarhlaðborð af bestu gerð.

Tilkynnt verður um miðaverð á viðburðinn á næstu dögum og hefjast borðapantanir fljótlega.