Nýjast á Local Suðurnes

Tvöfalda stærð á nýjum leikskóla

Stefnu varðandi stærð leikskóla sem fyrirhugað er að byggja við Drekadal í nýju Dalshverfi í Reykjanesbæ hefur verið breytt og er gert ráð fyrir að hann verði nær tvöfalt stærri en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Málið var tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði sveitarfélagsins á dögunum og samþykkt að lóð leikskólans stækki þó ekki meira en að gönguleið sunnan við lóðina, eða um tíu metra til suðurs. Þá þarf að finna geymsluskúrum annan stað innan lóðar. Ekki er gerð krafa um byggingareit fyrir útigeymslur, segir í fundargerð.