Enskir tvíburar til Grindavíkur

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Rio og Steffi Hardy, tvíburasystur frá Englandi. Hardy-systurnar eru 22 ára og léku síðast Alabama Jaguars í bandaríska háskólaboltanum.
Rio er framherji og Steffi er varnarmaður. Portúgalska landsliðskonan Carolina Mendes er búin að yfirgefa Grindavík sem og hin brasilíska Thaisa. Þá hafa þær Lauren Brennan, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Bentína Frímannsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir einng yfirgefið félagið.
Fotbolti.net greindi frá.