Nýjast á Local Suðurnes

Eyþór Ingi heldur aukatónleika

Uppselt er á hátíðartónleika Eyþórs Inga sem haldnir verða í Hljómahöll þann 18. desember næstkomandi og mun söngvarinn góðkunni því halda aukatónleika þann 19. desember.

Um er að ræða létta, hugljúfa og jólalega kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Hátíðartónleikar Eyþórs hafa fengið frábærar viðtökur um allt land. Síðast komust færri að en vildu.

Sérstakir gestir eru meðlimir Karlakórs Keflavíkur.