Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Helgason leikstýrir barnasýningu Leikfélags Keflavíkur

Starfsemi Leikfélags Keflavíkur haustið 2017 er að hefjast og hefur félagið ráðið til sín leikarann og leikstjórann góðkunna Gunnar Helgason, til þess að leikstýra næsta verkefni félagsins.

Gunnar hefur áður leikstýrt hjá félaginu, Ávaxtakörfunni árið 2014, sem naut mikilla vinsælda og tókst gríðarlega vel til. Áætlað er að setja upp barnasýningu sem frumsýnd verður í október 2017. Kynningarfundur fyrir verkið verður haldinn mánudaginn 11. september klukkan 20 í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 og er miðað við að þátttakendur hafi náð 18 ára aldri.