Nýjast á Local Suðurnes

Styrktartónleikar í Keflavíkurkirkju 18. desember

Vinir og fjölskylda Elínar Ólafsdóttur flugfreyju frá Keflavík munu blása til jólatónleika til styrktar Elínu sem fór í hjartaskiptiaðgerð til Gautaborgar í nóvemberlok. Tónleikarnir verða haldnir í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 18. desember klukkan 17 og munu standa til 18:30.

Fram koma:
Alexander Grybos
Bjarki Hólmgeir Hall
Flugfreyjukórinn
Sönghópur Suðurnesja
Víkingarnir
Vox Felix

Allur ágóði af tónleikunum mun renna til fjölskyldunnar. Forsala miða er í Skóbúð Keflavíkur, Hafnargötu 29, við hliðina á K-Sport en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.  Miðaverð er 2500 kr.