Nýjast á Local Suðurnes

Landsmót í pílukasti í Reykjanesbæ um helgina

Árlegt Landsmót í pílukasti  verður haldið í Reykjanesbæ helgina 4. – 6. nóvember næstkomandi. Keppt verður í tvímenningi á föstudagskvöld og einmenningi á laugardagskvöld. Pílufélag Reykjanesbæjar sér um undirbúning og framkvæmd mótsins.

Landsmótið verður haldið í aðstöðu félagsins við Hrannargötu, þar sem félagið hefur undanfarin ár verið með aðstöðu. Húsnæðið hefur nú verið selt og stefnir allt í að Pílufélagið sem hefur, auk landsmótsins, tekið að sér að halda Íslandsmót unglinga í desember 2016 verði húsnæðislaust á næstunni.