Nýjast á Local Suðurnes

Féll úr stiga og beinbrotnaði

Maður sem féll úr álstiga þar sem hann var við vinnu sína í gær handleggsbrotnaði og fór úr olnbogalið. Maðurinn var að vinna við brunavarnarkerfi í leikskóla í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar hann féll úr stiganum niður á gólf byggingarinnar og kom niður á olnbogann.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans. Lögregla upplýsti Vinnueftirlitið um slysið.