Nýjast á Local Suðurnes

Ekið á bifreið sem þveraði veg

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði af­skipti ný­verið af öku­manni sem reynd­ist vera með falsað öku­skír­teini. Einnig leik­ur grun­ur á að hann hafi verið að skutla fólki gegn far­gjaldi í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar þegar lög­regl­an stöðvaði för hans. Hafði hann aug­lýst slíka þjón­ustu á sam­fé­lags­miðlum. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Lög­regl­an stöðvaði einnig bif­reið sem reynd­ist hafa skrán­ing­ar­núm­er sem til­heyrði ann­arri bif­reið. Skrán­ing­ar­núm­erið var tekið í vörslu lög­reglu. Ann­ar ökumaður, sem lög­regluþjón­ar stöðvuðu vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna, neitaði sýna­töku á lög­reglu­stöð. Var hann fyr­ir vikið svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða á staðnum.

Enn frem­ur urðu nokk­ur um­ferðaró­höpp í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um í vik­unni. Þannig átti árekst­ur sér stað á Reykja­nes­braut þar sem bif­reið var ekið aft­an á aðra sem hafði hemlað snögg­lega. Ann­ar ökumaður­inn var flutt­ur á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja. Einnig var ekið á skilti á Grinda­vík­ur­vegi og ann­ar ökumaður ók yfir um­ferðareyju sem hann sagðist ekki hafa séð þar sem ekk­ert skilti hafi verið við hana.

Þá varð árekst­ur á Hafna­vegi þegar ökumaður hugðist snúa við á veg­in­um og þveraði bif­reið hans veg­inn þegar ann­arri bif­reið var ekið á hana. Fjór­ir voru í hvorri bif­reið og sluppu þeir all­ir án meiri hátt­ar meiðsla að sögn lög­regl­unn­ar. Bif­reiðirn­ar skemmd­ust hins veg­ar mikið og þurfti fyr­ir vikið að fjar­lægja þær með drátt­ar­bif­reiðum.