Nýjast á Local Suðurnes

Tjaldsvæði fær topp einkunn frá TripAdvisor – “This one is simply the best!”

Tjaldsvæðið í Grindavík fékk topp einkunn frá ferðavefnum TripAdvisor sem sérhæfir sig í umsögnum gesta um veitingastaði, gististaði, flugfélög, sumarhús og þessháttar. Þá eru þær umsagnir sem Tjaldsvæði Grindavíkur fær mjög góðar og eru flest allir þeim sem heimsækja tjaldsvæðið í skýjunum með aðbúnaðinn og það hversu hreint það sé.

Dæmi um umsögn:

Líklega besta tjaldsvæðið í Íslandi

Probably the best camping in Iceland!

“We’ve traveled around Iceland for two weeks, so we’ve stayed in quite a lot of campings and this one is simply the best.
The location is perfect – right in the town, close to the shops; and it is just a short drive from the airport, so perfect for your first night in Iceland if you arrive late in the evening or for your last night in Iceland before departure.

The territory is quite big, there is a playground for children and a grill. There are several showers and WCs. And there is a quite big kitchen with a choice of leftover food from other campers (campers who are finished with their trip leave gas and all kinds of food (sauces, oil, cereal, pasta, peanut butter, etc). And also there is a free wifi!
The managers are all super friendly and nice.
All in all, a really nice experience!”

Hér kemur umsögn ferðamanna sem hafa farið um allt Ísland. Tjaldsvæðið í Grindavík sé einfaldlega best. Staðsetningin sé fullkomin, nálægt búðum og stutt frá flugvellinum. Svæðið sé tilvalið fyrsta eða síðasta stopp. Svæðið sé stórt, leikvellir séu fyrir börnin, nóg af sturtum og klósettum. Stórt eldhús þar sem hægt er að nýta sér afgangs mat frá öðrum ferðalöngum. Allt starfsfólk sé mjög vinalegt og almennilegt. Heilt yfir hafi þetta verið mjög góð upplifiun.

Hægt er að skoða frekari upplýsingar og umsagnir um tjaldsvæðið í Grindavík hér. 

Á meðfylgjandi mynd er Rannveig María Björnsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins, að taka við viðurkenningu TripAdvisor, viðurkenningaskjal auk límmiða í gluggann um að svæðið hafi hlotið 4,5 stjörnu af 5 mögulegum.