Nýjast á Local Suðurnes

Pálmi stýrir Kadeco

Stjórn Kadeco hef­ur ráðið Pálma Frey Rand­vers­son fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins. Hann tek­ur til starfa 1. mars.

Alls bár­ust 67 um­sókn­ir um starfið og fékk stjórn Kadeco Capacent til þess að ann­ast ráðning­ar­ferlið, að því er seg­ir í til­kynn­ingu sem birt hefur verið í fjölmiðlum.

Pálmi hef­ur und­an­far­in ár starfað sem deild­ar­stjóri og verk­efna­stjóri hjá Isa­via við mót­un og ut­an­um­hald þró­un­ar- og upp­bygg­ingaráætl­ana Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Þá hef­ur hann jafn­framt stýrt hönn­un­ar­sam­keppni og for­vali vegna þró­un­ar­áætl­un­ar, tekið þátt í vinnu við deili­skipu­lag og aðal­skipu­lag flug­vall­ar­ins, seg­ir enn­frem­ur.