Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafólkið Ása og Reynir gera það gott í verslunarrekstri á landsbyggðinni

Suðurnesjafólkið Reynir Róbertsson og Ása Fossdal hafa undanfarin ár rekið verslunina Hólabúð á Reykhólum. Hjónin ráku verslun á Suðurnesjum í fjölda ára áður en þau ákváðu að venda kvæði sínu í kross og kaupa rekstur Hólabúðar fyrir nokkrum árum.

Reksturinn á Reykhólum hefur gengið vel og nú standa yfir framkvæmdir á húsnæðinu, sem miðað að því að stækka veitingahluta rekstursins.

Fjallað er um stækkunina og þau skötuhjú á vefsíðu Reykhólahrepps, en þar er þeim hjónum hrósað fyrir veitingareksturinn og framúrskarandi þjónustu, þrátt fyrir að spaugað hafi verið með að þarna sé minnsti veitingastaður norðan Alpafjalla, með eitt fjögurra manna borð.

Stækka þurfti húsnæði verslunarinnar til að anna eftirspurn

Stækka þurfti húsnæði verslunarinnar til að anna eftirspurn