Nýjast á Local Suðurnes

Ljúka á tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð á næstu tveimur árum

Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, á kaflanum milli Kaldárselsvegar og Krísuvíkurvegar er eitt stærsta nýja verkefnið í vegagerð, en áformað er að ljúka því á næstu tveimur árum.

Þetta kemur fram í samgönguáætlun sem kynnt var þingflokkum ríkisstjórnarinnar í dag. Þar er 160 milljörðum króna ráðstafað næstu fimm árin og hartnær 500 milljörðum næstu fimmtán ár. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.