Hafnsögumamaður kvíðir ekki sjóprófum – “Allskonar sögur fara af stað”

Jón Pétursson, sem var hafnsögumaður um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík, segir allskonar sögur hafa farið í gang í kjölfar strandsins. Jón segir börn sín jafnvel hafa orðið fyrir aðkasti vegna málsins.
Frá þessu greinir Jón í pistli á Facebook-síðu sinni, en þar kemur einnig fram að aðstæðurnar sem hann lenti í við strandið hafi verið mikið áfall, sem taki tíma að vinna úr. Þá segist Jón ekki ætla að tjá sig meira um málið fyrr en að loknum sjóprófum, sem hann segist ekki kvíða.
Pistill Jóns í heild sinni er hér fyrir neðan: