Nýjast á Local Suðurnes

Verne Global miðpunkturinn í umfjöllun Sky News – Tæknirisar ættu að líta til Íslands

Gagnaver Verne Global á Ásbrú er miðpunkturinn í umfjöllun um tækni á fréttastöðinni Sky News. í umfjöllun Sky er meðal annars fjallað um ástæður þess að tæknirisar eins og til að mynda Apple og Facebook ættu að velja gagnaver á Íslandi til hýsingar á gögnum.

Í þættinum er rætt við Jorge Balcells, yfirmann tæknimála hjá Verne Global, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta sparað allt að 80% af orkukostnaði meðal annars vegna þess hve verð á rafmagni sé hagstætt á Íslandi auk þess sem hagkvæm orkunotkun kemur til af því að gagnaverin á Íslandi nýti sér náttúrulega kælingu.

Frétt Sky News um gagnaver Verne Global má finna hér – Og fréttaskýringuna sem helguð er Íslandi að mestu leyti má finna hér, en í fréttakskýringunni er auk gagnavera fjallað um notkun dróna við eldgosarannsóknir.