Nýjast á Local Suðurnes

Leggja tólf milljónir króna í kynningu á Reykjanes Geopark

Mynd: Visit Reykjanes

Markaðsstofa Reykjanes, Reykjanesbær, Grindavík, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar munu leggja 12 milljónir króna í kynningu og endurnýjun umsóknar um aðild að UGG, UNESCO Global Geopark. Verkefnið hlaut 9 milljóna króna styrk úr Sóknaráætlun Suðurnesja.

Auk endurnýjunar á aðildinni að UNESCO Global Geopark er markmiðið með verkefninu að auka vitund íbúa um starf og markmið Reykjanes Geopark, meðal annars með útgáfu korta og kynningarefnis fyrir RGP, með því að halda kynningarfund fyrir íbúa auk þess sem haldnir verða fræðslufundir fyrir kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum á starfi Reykjanes Geopark.

Þá verður stutt myndarlega við rannsóknir í greininni sem og uppbyggingu innviða og landvörslu. Gætt verður að því að uppbygging bitni ekki á aðdráttarafli svæða og tryggt að áfram verði til fáfarin svæði, bæði til verndar náttúru og vegna upplifunar ferðamanna.