Nýjast á Local Suðurnes

Fundu fyrir stórum eftirskjálftum í Grindavík – Skjálftinn í morgun sá öflugasti í sjö ár

Tveir jarðskjálft­ar, 3,4 og 3,3 að stærð, mæld­ust austn­orðaust­ur af Grinda­vík um klukk­an 18:40 í kvöld. Íbúar í Grindavík fundu vel fyrir skjálftunum tveimur, segir á vef Veðurstofunnar.

Skjálft­arn­ir eru með þeim stærri sem mælst hafa eft­ir að skjálfti af stærð 5,2 varð á ell­efta tím­an­um í morg­un um fimm kíló­metra norðaust­ur af Grinda­vík. Samkvæmt vef Veðurstofunnar er skjálftinn í morgun sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu frá því í október árið 2013.