Nýjast á Local Suðurnes

Fasteignamat lækkar á Suðurnesjum

Innri - Njarðvík

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út árlegt fasteignamat, en um er að ræða eitt stærsta verkefni stofnunarinnar á ári hverju. Fasteignamat lækkar á Suðurnesjum samkvæmt vef stofnunarinnar.

Nýtt fasteignamat hækkar á höfuðborgarsvæðinu, um 2,2%, en um 1,9% á landsbyggðinni. Þar af er hækkunin mest á Vestfjörðum eða 8,2%, en fasteignamatið lækkar á Suðurnesjum um hálft prósent.

Mesta lækkun á Suðurnesjum er í Sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%. Þegar kemur að íbuðamati er lækkunin einnig mest í Vogum þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 5,2%. Þá er einnig lækkun í Reykjanesbæ þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.