Nýjast á Local Suðurnes

Jafnt hjá Keflavík

Kefla­vík og Sel­foss gerðu jafn­tefli, 2-2, þegar liðin mættust í In­kasso-­deild­inni í knattspyrnu í kvöld, en leikið var á Nettó-vell­in­um í Kefla­vík.

Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í síðari hálfleik, en það voru Selfyssingar sem voru fyrri til að skora á 50. mínútu leiksins. Það tók Keflavíkinga einungis tvær mínútur að jafna leikinn, en þar var að verki Juraj Grizelj sem skoraði af stuttu færi eftir að markvörður Selfoss hafði varið ágætt skot frá Jeppe Hansen.

Selfyssingar komust yfir á nýjan leik á 63. mínútu leiksins. En aftur voru Keflvíkingar snöggir að jafna þegar Hólmar Örn Rúnarsson kom boltanum í markið, aftur eftir að markvörður Selfoss hafði varið skot frá Jeppe Hansen.

Sanngjörn úrslit í Keflavík í kvöld og þriðja jafntefli Keflvíkinga það sem af er tímabilinu staðreynd.