Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur lagði topplið Kára

Þróttarar úr Vogum gerðu góða ferð á Akranes í dag, þegar liðið lagði topplið 3. deildar, Kára, að velli í Akraneshöllinni. Andri Björn Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu.

Með sigrinum komust Þróttarar á topp deildarinnar, en sætinu deila þeir þó með nokkrum liðum.