Nýjast á Local Suðurnes

Frægir eyddu fúlgum fjár í gistingu í leynisvítu Bláa lónsins á síðasta ári – Myndir!

Líkt og undanfarin ár leit fjöldi frægra við á landinu á ferðum sínum um heiminn á síðasta ári og var Bláa lónið án efa einn vinsælasti viðkomustaðurinn að vanda.

Nokkrir nýttu tækifærið og gistu í „leynilegu hótelherbergi“ Bláa lónsins, en það herbergi stendur ekki hverjum sem er til boða og er til að mynda ekki auglýst á bókunarvefjum né heimasíðu hótelsins. Herbergið er verðlagt á 1,3 milljón króna fyrir nóttina. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.

Í samtali við Bloomberg á síðasta ári sagði Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að það sé engin tilviljun að leynd hvíli yfir svítunni. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli.

„Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“

Fyrirsætan Black Chyna og hnefaleikakappinn Floyd Mayweather fengu leyfi til að njóta þess sem svítan býður upp á og deildu skemmtilegheitunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlunum eins og sjá má her fyrir neðan.

Mynd: Skjáskot Snapchat / Blac Chyna