Nýjast á Local Suðurnes

Fengu 100 milljónir króna úr þrotabúi

Skiptum er lokið úr þrotabúi Norðuráls Helguvík ehf.. Reykjaneshöfn var annar af tveimur samþykktum kröfuhöfum og var hlutur hafnarinnar 22,68% eða rétt tæpar 100 milljónir króna.

Reykjaneshöfn var annar af tveimur samþykktum kröfuhöfum, en hinn var erlent móðurfélag fyrirtækisins sem fékk þá rúmlega 300 milljónir af þeim rúmu 400 milljónum króna sem voru til skiptana úr þrotabúinu.