Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup og Simmi elda gott

Samkaup, í samstarfi við Sigmar Vilhjálmsson, hefur stofnað fyrirtækið Eld­um Gott ehf, fé­lagið er í meiri­hluta­eigu Sam­kaupa til móts við Sig­mar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­kaup­um.

Hlut­verk Eld­um Gott verður að þróa og breikka vöru­línu Sam­kaupa með áherslu á til­búna rétti, rétti sem hægt er að fullelda heima og á ferskvöru. Sér­stök áhersla verður á vör­ur sem fram­leidd­ar eru und­ir eig­in vörumerkj­um Sam­kaupa sem eru sér­fram­leidd fyr­ir Nettó, Kjör­búðina og Kram­búðina. Gæðaeft­ir­lit, ný­sköp­un og þróun á til­bún­um rétt­um verður meg­in­verk­efni næstu mánaða ásamt því að þróa frek­ar veit­inga­sölu í versl­un­um Sam­kaupa víðsveg­ar um landið, segir í tilkynningunni.