Nýjast á Local Suðurnes

Leggja milljarða í rannsóknir vegna fluglestar – Stefnt á að lestin gangi árið 2025

Stefnt er á að lestarsamgöngur hefjist á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins eftir átta ár, eða árið 2025. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa gefið grænt ljós á atriði er varða skipulagsmál vegna lestarinnar og stefnt er að því að ljúka samningum við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á næstunni.

Í umfjöllun mbl.is um lestarsamgöngur frá flugstöðinni kemur fram að á undanförnum árum hafa verið lagðar um 300 millj­ón­ir króna í verk­efnið og að til standi að leggja í það 1,5 millj­arða króna til viðbótar á næstunni, sem myndu fara í skipu­lags­mál í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in, mat á um­hverf­isáhrif­um og for­hönn­un.

Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 100 milljarðar króna og ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að verkefninu. Stærsti fjárfestirinn hingað til er danska verktakafyrirtækið Per Arsleff AS, sem er leiðandi í þróun og byggingu verkefna að þessu tagi.