Nýjast á Local Suðurnes

Hafa opnað sérstakt vefsvæði tileinkað uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar

Isavia hefur opnað sérstakt vefsvæði tileinkað uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar þar sem áhugasamir geta kynnt sér framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir flugvöllinn.

Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar er ætlað að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám. Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum.

Hér geta áhugasamir skoðað uppbyggingaráætlunina.