Nýjast á Local Suðurnes

Jómfrúin opnar á KEF

Veitingastaðurinn Jómfrúin hefur opnað á Keflavíkurflugvelli, er staður undir sama nafni hefur verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur óslitið í 25 ár. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þar segir að á Jómfrúnni sé hægt að setjast niður á huggulegan stað sem svipar til móðurstaðarins í Reykjavík og njóta veitinga. Jómfrúin býður farþegum upp á fjölbreyttan matseðil, blandaðan íslenskri og skandinavískri matargerð. Á matseðli er ekta danskt smurbrauð, úrval af bjór, snöpsum og fleira til. Eins og þörf er á flugvöllum verður líka hægt að fá fljótlegri kosti og grípa með sér tilbúið smubrauð á leið í flug.