Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar endurheimtu efsta sæti Dominos-deildarinnar

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar gerðu góða ferð á Egilsstaði í kvöld þegar þeir lögðu lið Hattar að velli með þriggja stiga mun, 66-69. Með sigrinum endurheimtu Keflvíkingar efsta sæti Dominos-deildarinnar.

Það var hart barist allan leikinn en Kefl­vík­ing­ar voru einu stigi yfir að lokn­um fyrri hálfleik. Bar­átt­an hélt áfram í síðari hálfleik og fengu heima­menn tæki­færi til að jafna þegar nokkr­ar sek­únd­ur voru eft­ir en tókst það ekki.

Earl Brown Jr. var stiga­hæst­ur Kefl­vík­inga með 14 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér.