Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leysti upp partí

Lögreglan á Suðurnesjum leysti á dögunum upp sam­komu í bíl­skúr þar sem um­merki voru um fíkni­efna­neyslu.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að þrír gestanna hafi verið und­ir lögaldri auk þess sem einn þeirra fram­vísaði kanna­bis­efni. Haft var sam­band við for­ráðamenn þeirra sem voru und­ir lögaldri og til­kynn­ing send til barna­vernd­ar­nefnd­ar.