Keflavík getur tryggt sér sæti í Pepsí-deildinni í kvöld

Keflvíkingar geta tryggt sér sæti í Pepsí-deildinni í kvöld, þegar liðið tekur á móti Gróttu á Nettó-vellinum. Leikurinn hefst klukkan 17:30.
Fari svo að Keflavík vinni sigur á Gróttu og Fylkir leggi Þrótt Reykjavík að velli eru Keflvíkingar öruggir með sæti í Pepsí-deildinni á næsta ári. Keflavík er í toppsæti deildarinnar með 40 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, Fylkir er með 39 og Þróttur Reykjavík 36.