Nýjast á Local Suðurnes

Andstæðingar stóriðju í Helguvík hefja söfnun á netinu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa hafið söfnun á netinu, en til stendur að hefja hópmálsókn gegn stóriðjufyrirtækjum í Helguvík, Umhverfisstofnun sem veitir leyfi til rekstursins eða Reykjanesbæ.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að lagaumgjörðin á Íslandi verndi ekki íbúa og umhverfið á sama hátt og hún verndar stóriðjuna. Stefnan er því að berjast gegn þessari vá út frá lagalegum grundvelli. Stefnt er að því að taka þetta upp fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, en til þess þarf að fara fyrst fyrir dómstóla á Íslandi.

Hér er vefsíða Andstæðinga stóriðju í Helguvík.