Nýjast á Local Suðurnes

Sindri áfram í markinu hjá Keflavík

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur og U21 landsliðsins í knattspyrnu mun áfram standa vaktina í markinu hjá Keflavík, en hann undirritaði samning þess efnis, sem gildir næstu tvö árin.

“Þetta eru frábærar fréttir fyrir Keflavík. Sindri hefur vaxið mikið undanfarin ár og hann hefur tekið skrefið úr því að vera efnilegur markmaður í það að vera orðinn góður markmaður. Hann er aðalmarkmaður U21 landsliðs Íslands og við erum stoltir af því að hafa hann í markinu okkar allavega næstu tvö árin. ” Segir í tilkynningu frá félaginu.