Nýjast á Local Suðurnes

Nýtt myndband frá Hildi tekið upp í glæsilegu húsi í Reykjanesbæ – Myndband!

Nýtt myndband frá tónlistarkonunni Hildi heur vakið töluverða athygli, bæði fyrir það að lagið er afar gott en einnig fyrir staðinn sem myndabandið er tekið upp á, en notast var við glæsilegt einbýlishús við Aðalgötu í Reykjanesbæ við tökurnar. Húsnæðið er í dag rekið sem gistihús og er innanhússhönnunin í höndum eigendanna, áhugasamir geta svo pantað gistingu eða skoðað myndir hér.

Það var Nútíminn sem greindi frá og þar kemur fram að Hildur hafi síðast sent frá sér lagið Walk With You sem fór á toppinn á vinsældarlista Rásar 2 og hefur notið talsverðra vinsælda.