Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær opnar hugmyndavef

Betri Reykjanesbær er íbúalýðræðisvefur en markmiðið með honum er að fá íbúa til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Betri Reykjanebær er tilvalinn staður fyrir íbúa til að koma með bæði skemmtilegar hugmyndir og góðar ábendingar.

Fyrstu verkefnin eru komin inn á vefinn en þar er óskað eftir tillögum að verkefnum sem gætu skapað ný atvinnutækifæri og aukið mannlíf í Reykjanesbæ. Vefurinn er einfaldur í notkun og hægt að velja hvort komið er fram undir nafni eða ekki. Vefurinn er aðgengilegur á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is